Varðandi Veðurkröfur fyrir hoppukastala og leiðbeinandi veðurspár
Til þess að skoða veðurspá næstu daga eru þessir linkar það sem við byggjum á,
Athugið að hjá veður.is er úrkoma samansöfnuð í 3klst í senn þegar horft er 3-4 daga framm í tímann. Spá lítið marktæk fyrr en fyrst 40klst fyrir leigu, meira undir 24klst:
Veðurþættir höfuðborgarsvæðið. Spárnar gefa góða hugmynd um heildarveðurfar samt.
https://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/hofudborgarsvaedid/
https://www.mbl.is/frettir/vedur/#!sl=3,st=reykjavik
... að auki notumst við við nokkrar fleiri og tökum heilstætt mat á spám útfrá reynslu.
Kastalar henta ekki nema í stöku skúrum. Ekki nokkurra klukkutíma rigningu. Kastalar verða þá sleipari og meiri hætta á slysum. Eins verður hætta á útslætti blásara þegar safnast í polla þrátt fyrir ip44 raflínur sem við notum. Tengi sem við tengjum í verða að vera jarðtengd sem vissulega er krafa allstaðar á íslandi. Enginn kastali hjá okkur þarf samt 16ampera öryggi þó vissulega sé það betra.
Vindaspá má ekki vera yfir 9 m/s, 8 m/s fyrir Sjóræningjaskipið. Við látum vita ef spár lýta illa út amk 1 sólahring fyrir leigu, en reynum að byrja 2 sólahringum fyrr ef óvissa er til staðar í spám. Á leigudag tökum við mat á rauntölum þess dags sem geta verið yfir spámörkum. Allajafna vitum við 1-2 sólahringum fyrr ef óvissa er.